Snóksdalur

Snóksdalur, kirkju­stað­ur og gam­alt höf­uð­ból. Þar bjó Daði Guð­munds­son er hand­tók Jón bisk­up Ara­son 1550. Magn­ús Jóns­son, stúd­ent (1675–1752), bjó þar um skeið. Hann var mað­ur kven­holl­ur og er hann varð vís að fimmta frillu­lífs­broti sínu var hann gerð­ur út­ræk­ur úr fjórð­ungn­um. Með­al barna hans var Árni frá Geita­stekk. Um 1800 bjó þar ættfræð­ingur­inn Ólafur Guðmundsson Snóksdalín.