Sólheimar

Sól­heim­ar, hét áður Hverakot, vistvænt byggðahverfi; þar var stofnað barnaheimili 1931 af Sesselju Sigmunds­dóttur (1902­–74), síðar heimili fyrir fatlaða. Elsta sam­félag sinnar tegundar í heiminum þar sem fatlaðir og ófatlað­ir búa og starfa hlið við hlið. Íbúar voru 92 1. jan. 2012. Þar býr Reynir Pétur Ingvars­son sem frægur varð fyrir „Sólheimagöngu“ sína árið 1985 er hann gekk Hring­veginn (veg 1) á 32 dögum til að afla fjár til að reisa íþrótta– og leikhús að Sólheim­um. Að Sólheimum er stundaður lífrænn landbúnaður, yl­rækt og skógrækt. Þar er einnig að finna listasmiðju, sýningar­sal­, kaffihús og högg­mynda­­garð með verkum eftir Ás­mund Sveinsson, Einar Jónsson, Ríkarð Jónsson, Gunn­fríði Jónsdóttur, Nínu Sæmundsson, Sigurjón Ólafs­­­son o.fl. Sesseljuhús opnað á 100 ára fæðingar­afmæli Sesselju, 5. júlí 2002, umhverfishús, byggt úr reka­­viði og einangrað með ull, ætlað til ráðstefnu­halds. Einnig var minnisvarði settur upp til minningar um Sesselju. Um helgar á sumrin er alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera á Sólheimum. Nánari upplýsingar á www.solheimar.is