Staðarbakki

Staðarbakki, kirkjustaður í Miðfirði, næsti bær við Melstað. Mun hvergi í dreifbýli á Íslandi svo stutt milli kirkna. Prestssetur til 1906. Talið er að Guðbrandur Þorláksson (1541–1627), biskup á Hólum, hafi fæðst þar.