Stapi

Skeggjastaðir, bær landnámsmannsins Hróð­­geirs hins hvíta, nú kirkju­stað­ur og prests­set­ur. Nokkru vest­ar er sér­kenni­leg­ur drang­­ur er rís úr sjó, Stapi. Skeggja­staða­kirkja er elsta timb­ur­kirkja á Austur­landi byggð 1845. Prest­ur­inn, séra Hóseas Árna­son, borg­­aði alla smíð­ina úr eig­­in vasa en bæði bisk­up og heima­menn synj­uðu hon­um um að­stoð. Próf­ast­ur­inn á Hofi í Vopna­­­firði, séra Gutt­orm­ur Þor­steins­son, sem átti Skoru­vík­ur­fjörð á Langa­­nesi, gaf rek­at­réð í kirkj­una. Kirkjan var gerð upp 1961–62 og smíðuð við hana við­bygg­ing með turni.