Stöðvarfjörður

Stöðvarfjörður, lítill fjörður upp af honum er stutt dalverpi. Stöðvardalur og Jafnadalur, grösugir, víða kjarri vaxnir. Verslun hófst á Stöðvarfirði 1896. Aðal atvinnuvegir; sjávarútvegur, fiskiðnaður og verslun. Steinasafn Petru Sveinsdóttur er opið almenningi. Þangað koma um 25 þúsund gestir á ári. Þúsundum steina og mörgum dýrgripum er haganlega fyrir komið í lystigarði og fyrrum híbýlum Petru, sem nú er látin.

Í gömlu Stöðvarfjarðarkirkjunni er nú rekin al hliða gisti- og ferða þjónusta og er ekki vitað um annað kirkjuhús hérlendis sem hýsir slíka starfsemi.