Surtshellir

Surtshellir, í Hallmundarhrauni, um 7 km frá Kalmanstungu. Vegur F578 frá Kalmanstungu er seinfarinn en fær öllum bílum að hellunum. Ugg­laust frægast­ur hell­a á Ís­landi. Hann er rétt við veg­inn eft­ir að kem­ur upp á hraun­ið. Fjög­ur nið­ur­föll eru í hann og ekki öll mann­geng. Hellir­inn er um 1970 m á lengd en um 3500 m með Stefánshelli sem er í beinu framhaldi af honum. Í Surtshelli hafa fund­ist hleðsl­ur og beina­leif­ar. Úti­legu­þjóf­ar og ráns­menn, Hell­is­menn, lágu í hell­in­um á 10. öld en voru drepn­ir af byggða­mönn­um und­ir for­ystu helstu höfð­ingja um of­an­verð­an Borg­ar­fjörð. Aðr­ar sög­ur og frá­brugðn­ar hafa ver­ið gerð­ar um þá. Sam­kvæmt Hell­is­manna­sögu lágu þeir sof­andi í Vopna­lág við suð­ur­enda Þor­valds­háls þeg­ar byggða­menn komu að þeim.