Þorgeirsfjörður

Fjörður, tveir smáfirðir, Hvalvatnsfjörður og Þorgeirsfjörður, austan Eyjafjarðar. Upp af þeim alllangir, grösugir dalir sem góðar silungsár falla eftir. Þar voru áður 13 bæir og auk þess einn í Keflavík. Á Þönglabakka var kirkjustaður og prestssetur. Fjörður fóru í eyði þegar Tindriðastaðir, Botn og Þönglabakki fóru í eyði 1944. Jeppavegur liggur frá Grýtubakka um Leirdalsheiði. Vinsælt gönguland er um þetta svæði.