Urriðavatn

Urriðavatn, veiði­vatn sem volg­ar upp­sprett­ur eru í. Sam­nefnd­ur bær er við vatn­ið. Árið 1975 hófust boranir eftir heitu vatni við vatnið og 1979 var lögð þaðan hitaveita til Fellabæjar og Egilsstaða. Þetta er eina jarðhitaveita á Austurlandi.