Vaglaskógur

Vaglaskógur í Fnjóskadal, meðal stærstu skóga á Íslandi. Einn fegursti og stórvaxnasti birkiskógur landsins, skipulagður til útivistar með merktum göngustígum.

Vinsæl tjaldsvæði eru í skóginum, og fjöldi sumarhúsa er í nágrenninu.9 holu golfvöllur.

Þar er starfsstöð Skógræktar ríkisins og aðsetur skógarvarðarins á Norðurlandi. Starfsemi hér felst í umhirðu skóglenda S.r. á Norðurlandi, grisjun, úrvinnslu og sölu viðar og sölu á jólatrjám og hnausaplöntum. Þjóðskógur.