Vatnsdalur

Vatnsdalur, um 25 km langur. Austan að honum er Vatnsdalsfjall, bratt, hömrótt og víða skriðurunnið, hæst Jörundar­fell, 1018 m. Að vestan lág­ir hálsar upp að Víðidalsfjalli, grösugur, búsældarlegur og dala feg­urst­­ur, margt stórbýla. Ingimundur gamli, sem sagt er frá í Vatnsdælasögu, nam fyrstur Vatnsdal. Skip hans hét Stígandi. Þórdís, dóttir hans, var fyrsti innfæddi Vatnsdælingurinn. Rétt fyrir ofan lund þar sem hún fæddist er Veiðihúsið Flóðvangur, vettvangur veiðisagna, afdrep veiðimanna og samkomuhús Vatnsdælinga og Þingbúa. Við lundinn er minnisvarði um frumbyggjana.