Vesturhorn

Vesturhorn, eða Vestra–Horn heitir fjall­ið yst milli Horna­fjarð­ar og Pap­óss, 575 m. Svip­mik­ið tinda­fjall með háum gabbróhömr­um og brött­um skrið­­um. Aust­an við meg­in­fjall­ið er Brunn­horn, 454 m, ein­stakt fell. Í ágúst­mánuði 1998 fórst þýsk einkaflugvél í norðanverðu Vestur­horni og með henni þrír menn; faðir og tveir synir hans.