Víðgelmir

Víðgelmir, einn af stærstu hraunhellum landsins, um 2 km suðaustur frá Fljótstungu, efsta bæ í Hvítársíðu. Hellirinn er 1585 m langur og 148 þús. m3. Í hellinum eru tilkomumiklar ísmyndanir. Er innar dregur sjást einnig dropasteinar en þeir hafa þó verið skemmdir. Meðalhæð er um 9 m en breidd 10 m. Nokkur vottur mann vist ar fornrar. Merkar fornleifar fundust þar 1993. Hellirinn er læstur. Heimilisfólk í Fljótstungu sýnir hellinn og veitir fylgd og leiðsögn.