Bakrangi

Bakrangi, fjall, 702 m y.s. yst í Kalda­kinn, við vest­ur­horn Skjálf­anda, skil­ið frá Víkna­fjöll­um af Kota­dal. Norð­ur– og aust­ur­hlíð Bak­ranga er flug­ham­ar í sjó nið­ur. Ann­að nafn er Ógöngu­fjall (aust­ur­hlið­in) en af sjó kall­ast það Galti. Til forna hétu björg­in Skuggabjörg.