Bakrangi, fjall, 702 m y.s. yst í Kaldakinn, við vesturhorn Skjálfanda, skilið frá Víknafjöllum af Kotadal. Norður– og austurhlíð Bakranga er flughamar í sjó niður. Annað nafn er Ógöngufjall (austurhliðin) en af sjó kallast það Galti. Til forna hétu björgin Skuggabjörg.