Berufjörður

Berufjörður, lang­ur og all­breið­ur, marg­ir hólm­ar og sker. Und­ir­lendi er lít­ið á suð­ur­strönd­inni, en nokk­urt með firð­­in­um að norð­an. Heit­ir þar Beru­fjarð­­ar­­strönd.

Fjöll há og sér­kenni­leg. Mest­ur Bú­lands­tind­ur sunn­an fjarð­­ar­ins, sagður hæsta fjall á Íslandi sem liggur að sjó, 1069 m.

Með inn­an­verð­um firð­in­um að norð­an marg­ir sér­kenni­leg­ir tind­ar og gníp­ur. Líp­ar­ít víða.

Berufjörður, er kirkju­stað­ur og var prests­set­ur til 1906. Þar er Nönnu­safn, bóka– og minjasafn Nönnu Guðmundsdóttur sem bjó lengst af á bænum.

Í Tyrkjaráninu árið 1627 hjuggu alsírsku sjóræningjarnir strand­högg á Aust­fjörð­um, þ.á m. á kirkju­staðn­­um Berufirði. Brenndu þeir bæ­inn, spilltu kvik­um pen­ing­um og dauð­um hvar sem þeir máttu og hjuggu og söx­uðu fé og fær­leika, eins og Jón Espólín komst að orði.

Upp af Berufirði bera við him­in ein­hverj­ir sér­­kenni­leg­ustu fjallatind­ar á Ís­landi (tald­ir frá austri til norð­urs): Stöng, Röndólf­ur, Slött­ur, Smátind­ar og Flögu­tind­ur. Þeir eru úr dökku líp­ar­íti sem kom úr Breið­dal­seld­stöð­inni.