Bjarnanes, fornt höfuðból og sögustaður, kirkjustaður og prestssetur. Á 15. öld bjó þar Teitur ríki Gunnlaugsson, lögmaður, sem stóð að aftöku Jóns Gerrekssonar, var honum drekkt í Brúará í Árnessýslu. Á 16. öld urðu miklar deilur um Bjarnanes og Bjarnaneseignir.