Breiðdalsheiði

Breiðdalsheiði, fjall­veg­ur milli Skrið­dals og Breið­dals, 470 m. Bratt er af henni nið­ur í Breið­dal­inn. Á heið­inni er lít­ið vatn, Heið­ar­vatn, skammt frá veg­in­um. Í það var flutt­ur sil­ung­ur fyr­ir nokkrum ára­tug­um og virð­ist hann dafna vel. Tjarn­ar­flöt heit­ir þjóð­veg­ar­meg­in við vatnið og á henni bár­ust Breið­dæl­ir og Vopn­firð­ing­ar á bana­spjótum end­ur fyr­ir löngu að því er sagn­ir herma.