Breiðdalsheiði, fjallvegur milli Skriðdals og Breiðdals, 470 m. Bratt er af henni niður í Breiðdalinn. Á heiðinni er lítið vatn, Heiðarvatn, skammt frá veginum. Í það var fluttur silungur fyrir nokkrum áratugum og virðist hann dafna vel. Tjarnarflöt heitir þjóðvegarmegin við vatnið og á henni bárust Breiðdælir og Vopnfirðingar á banaspjótum endur fyrir löngu að því er sagnir herma.