Breiðdalsvík

Breiðdalsvík, er stutt og breið vík með nokkrum eyjum, Breiðdalseyjum. Samnefnt kauptún er við norðanverða víkina. Verslun hófst þar fyrir aldamótin 1900 þegar Gránufélagið byggði þar verslun og húsnæði. Samfeld byggð hefur verið þar síðan 1906. Aðalatvinnuvegir eru landbúnaður, sjósókn, fiskvinnsla, verslun, síðastliðin ár hefur ferðaþjónusta skipað stóran sess. Elsta húsið á Breiðdalsvík, Gamla kaupfélagið (reist 1906), hefur verið endurbyggt og skartar nú sem miðstöð menningarlífs Breiðdælinga og hýsir starfsemi Breiðdalsseturs. Setrið er lifandi þekkingasetur þar sem boðið er upp á sýningar, fræðslu og aðrar uppákomur. Góð aðstaða fyrir fjölskyldur, göngustígar um þorpið, gönguleiðir um dalinn.