Búðafoss

Árnes, eyja í Þjórsá. Af henni dreg­ur Ár­nes­sýsla nafn, enda var þing­stað­ur henn­ar þar. Sjást þar leif­ar af dóm­hring og ör­nefni eru þar Gálga­klettar og Þing­hóll. Búð­ar­tótt­ir eru flest­ar vest­an ár­inn­ar. Víst þyk­ir að áin hafi fyrr­um runn­ið aust­an við Ár­nes­ið og það þá land­fast við vest­ur­land­ið. Síð­ar hef­ur Þjórsá brot­ið sér far­veg vest­an eyj­ar­inn­ar, þar sem meg­in­kvísl henn­ar fell­ur nú, í henni er Búðafoss, en Hesta­foss í eystri kvísl­inni.