Dimmifjallgarður

Dimmifjallgarður, geng­ur suð­ur af Haugs­ör­æf­um og suð­ur und­ir Þjóð­fell. Fjöll þar eru flest 600–900 m há. Um hann lá leið milli Hóls­fjalla­bæja og Vopna­fjarð­ar en villu­gjarnt var þar á vetr­um og oft urðu þar slys. M.a. fór­ust þar tveir menn í febr­ú­ar­mán­uði 1874. Höfðu þeir hest og æki með­ferð­is en lentu í hríð­ar­veðri og urðu úti. Fund­ust lík þeirra eft­ir hálf­an mán­uð og stóð hest­ur­inn yfir þeim. Gat hann ekki hreyft sig því taum­ur­inn var fros­inn nið­ur.