Djáknadys

Djáknadys, stein­hrúga við þjóð­veg­inn í norð­an­verð­um Ham­ars­firði, milli Strýtu og Ham­ars. Munn­mæl­in segja að þar hafi prest­ur­inn á Hálsi mætt djákn­an­um á Hamri og hafi þeir orð­ið saup­sátt­ir og fall­ið báð­ir. Veg­­far­andi sem í fyrsta skipti átti leið þar um átti að kasta þrem stein­um í hrúg­una svo að hann yrði ekki fyr­ir nein­um óhöpp­um á ferð sinni. Dys­in er nú frið­lýst.