Drangsnes

Drangsnes, þorp og verslunarstaður, allmikil útgerð. Rétt innan við kauptúnið er steindrangur sem Kerling nefnist og hefur greinilegt andlitsfall mannveru. Kerlingin á að hafa dagað uppi undir klettabeltinu Malarhorni. Hjá Kerlingunni er skilti þar sem saga hennar er sögð á íslensku og tveimur öðrum tungumálum.