Fjall

Fjall, eyðikot undir vesturhlíðum Fells í Sléttuhlíð, fæðingarstaður Sölva Helgasonar (1820–95) eða Sólonar Islandus eins og hann kallaði sig. Lands­þekktur flakkari og sat í fangelsi í Kaupmannahöfn fyrir vega­bréfa­fals. Sölvi var listrænum gáfum gædd­ur; drátthagur, teiknaði og málaði með vatnslitum og eftir hann liggja fjölmörg handrit með frá­sögn­um og hug­leiðingum. Sölvi er fyrir­mynd Davíðs Stefánssonar í sögu hans Sólon Íslandus. Í Lón­koti í Sléttuhlíð er minnisvarði um Sölva, reistur 1995.