Flatey

Flatey, merkust allra Breiðafjarðareyja. Löggiltur versl­un­arstaður síðan 1777.

Klaustur var reist þar 1172 en flutt nokkru seinna að Helgafelli.

Á fyrri hluta 19. aldar var Flatey eitt mesta framfara– og menningarsetur á land­inu.

Þar er kirkja með fresku eftir Baltasar og minnis­varði um hið ástsæla tónskáld Sigvalda Kalda­lóns, en hann var héraðslæknir þar um skeið.

Hin­um gömlu og svipsterku húsum er vel við haldið í frið­sælli eyjunni sem er vinsæll ferðamannastaður.

Sumarið 2006 opnaði Hótel Flatey í gömlu uppgerðu pakk­hús­unum og er veitingastofan í gamla Samkomuhúsinu sem er alveg niður við sjóinn með góðu útsýni út á ,,Höfnina”. Þar er lögð áhersla á ýmsa eyjarétti.

Í Flatey er sagt að séu margar fisktegundir og einnig að þar séu fleiri fluglategundir en víðast annar staðar á Íslandi.

Hall­dór Laxness skrifaði: ,,Kannski er þetta sjálf ósk­anna ey, þar sem sæla ríkir og tíminn líður ekki.”

Hið víð­fræga fornrit Flateyjarbók dregur nafn sitt af eyjunni.