Gunnarsholt

Gunnarsholt, fyrr­um stór­býli og kirkju­stað­ur. Sand­fok og upp­blást­ur herj­aði á jörð­ina og var bær­inn flutt­ur hvað eft­ir ann­að uns jörð­in fór í eyði 1925 og var þá al­eydd að kalla. En úr því var haf­ist handa um heft­ingu sand­foks og upp­græðslu og frá því 1928 hef­ur Gunnars­holt ver­ið höf­uð­stöðv­ar Land­græðslu rík­is­ins, sem fyrstu áratugina hét Sandgræðsla Íslands.

Sagnagarður, fræðslu– og kynningarsetur Landgræðslu ríkisins er opin daglega yfir sumarmánuðina.

Í Gunnarsholti er rek­in Fræverk­un­ar­stöð og rækt­að fræ af land­græðslu­jurt­um í sam­starfi við Rann­sókn­ar­stofn­un land­bún­aðar­ins.

Árið 1999 afhjúpaði Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra minnisvarða í Gunnars­holti um kirkju, sem reist var þar um 1200 en hún fór undir sand 1837 og var þá lögð niður.