Hálfdanarhurð

Hálfdanarhurð, rauðleit skella í sjávarhömrum Ólafsfjarðarmúla. Kennd við séra Hálfdan Narfason á Felli í Sléttuhlíð í Skagafirði, sem almenningur taldi dótturson tröllkonungs í Tindastóli, en dóttirin átti að búa í Glerhallavík. Sjá Tindastól, s. 329. „…kennd er við Hálfdan hurðin rauð, hér mundi gengt í fjöllin;“ segir í Áföngum Jóns Helgasonar.