Hnefilsdalur

Mælishóll, sérkennilegur grjóthóll, austan Jöklu, með fallegu smágerðu stuðlabergi. Þar á huldufólk að búa á svo fögrum og skrautlegum huldu­fólks­bæ að vart séu dæmi til. Það eru og ummæli á þessum hól að ef þrjár Ingibjargir, sín í hvert sinn, ættu alla jörðina Hnefilsdal, skulu þær í þennan hól heillaðar verða. Um þetta má lesa í iÞjóðsögum Jóns Árna­sonar, og segir þar að fyrir mörgum árum hafi tvær Ingibjargir horfið í Hnefils­dal, sín í hvort sinn í Mælishól, af því að þær voru þá eigendur jarðarinnar.