Kjalvegur

Kjalvegur, suðurhluti, 88,2 km frá þjónustumiðstöðinni við Gullfoss að vegamótunum við Hveravelli. Þaðan og norður á veg 731 eru 79 km. Leiðin er fær öllum farartækjum. Kjalvegur hefur löngum verið fjölfarinn milli lands­fjórðunga enda greiðfær og áningarstaðir víða, sem kom sér vel meðan ferðast var á hestum. Var hann og stysta leiðin hvort sem farið var úr Húnavatnssýslu, Skagafirði eða Eyjafirði. Elsta leiðin lá nálægt miðjum Kili, við austurenda Kjalfells. Hún lagðist af að mestu eftir að Reynistaðarbræður urðu úti 1780. Eftir það var farið vestast frá Hvítárnesi norður með Fúlukvísl um Þjófadali og á Hveravelli. Kjalvegur er nú fær öllum bílum.