Klungurbrekka

Stóri–Langidalur, geng­ur til suð­urs aust­an Eyrar­fjalls. Dal­ur­inn er fag­ur og grös­ug­ur og um hann lið­ast Langa­dalsá, veiðiá. Ut­an­vert í daln­um er Klung­ur­brekka sem dreg­ur nafn sitt af þyrni­rós sem vex fyr­ir ofan bæ­inn. Fornt heiti rós­ar­inn­ar er klung­ur og er þetta eini fund­ar­stað­ur henn­ar á Vest­ur­landi. Um dalinn mun Árni á Ökrum á Mýrum hafa kveðið þessa ástarvísu:

Ætti ég ekki vífa val
von á þínum fundum,
leiðin eftir Langadal
löng mér þætti stundum.

Foreldrar Sir Williams Stephenssonar(1896–1989) bjuggu á Klungurbrekku áður en þau fluttu til Kananda. Talið er að hin sögufræga persóna hvíta tjaldsins, James Bond 007, sé byggð á lífi Williams.