Kolfreyjustaður, kirkjustaður og prestssetur.
Þar var prestur Ólafur Indriðason (1796–1861), faðir skáldanna Páls (1827–1905) og Jóns (1850–1916), en Jón var fæddur á Kolfreyjustað.
Hafa báðir ort margt um nágrenni Kolfreyjustaðar.