Kollabúðir

Kollabúðir, við botn Þorsk­afjarð­ar. Þar á eyr­um við Músará var þing­stað­ur til forna, Þorsk­afjarð­ar­þing. Búð­atótt­ir sjást þar. Á Kolla­búð­um höfðu þjóðverjar versl­un í lok 16. ald­ar. Þar voru á síð­ari helm­ingi 19. ald­ar oft haldn­ir al­menn­ir fund­ir til að ræða frels­is– og fram­fa­ra­mál, Kolla­búð­afund­ir. Minn­is­merki um Kolla­búð­afundi var reist 1974. Frá Kolla­búð­um ligg­ur veg­ur nr. 608 upp á Þorsk­afjarð­ar­heiði.