Kollabúðir, við botn Þorskafjarðar. Þar á eyrum við Músará var þingstaður til forna, Þorskafjarðarþing. Búðatóttir sjást þar. Á Kollabúðum höfðu þjóðverjar verslun í lok 16. aldar. Þar voru á síðari helmingi 19. aldar oft haldnir almennir fundir til að ræða frelsis– og framfaramál, Kollabúðafundir. Minnismerki um Kollabúðafundi var reist 1974. Frá Kollabúðum liggur vegur nr. 608 upp á Þorskafjarðarheiði.