Langadalsfjall

Langadalsfjall, um 25 km langt, bratt, tindótt, 700–800 m hátt, klofið af þremur djúpum skörðum. Úr fjallinu hafa orðið framhlaup mörg og stór. Eitt þessara framhlaupa varð norðan Geitaskarðs úr Illveðurshnjúk en þar hefur tveggja km breið spilda klofnað úr fjallsbrúninni. Hefur fram­hlaupið myndað Buðlunganes og Köldukinnarklif. Annað stórt fram­hlaup hefur orðið úr Móbergsfjalli en þar hefur stór sneið sigið niður í dalinn og stendur nakið standberg eftir. Þar kallast Móbergsstofur eða Stofur.