Langanes

Langanes, skagi mik­ill milli Þistil­fjarð­ar og Bakka­flóa, fjöll­ótt að sunn­an en lækk­ar í norð­ur, nyrsti hlut­inn með háum fugla­björg­um. Und­ir­lendi nokk­uð að vest­an en minna að aust­an. Mýr­lent víða. Lofts­lag hrá­slaga­legt og þoku­sælt á útnesinu. Góðir sauðfjárhagar og víða myndarlega búið en strjál­byggt og mörg býli far­ið í eyði á seinni árum.