Langavatnsdalur

Langavatnsdalur, inn­an Langa­vatns. Þar var byggð á land­náms­öld en síð­an af­rétt­ur og nauta­ganga fram á miðja 19. öld, þeg­ar naut­in drukkn­uðu öll í vatn­inu. Býli var reist þar í byrj­un 19. ald­ar en end­aði með skelf­ingu þeg­ar bónd­inn varð úti við að sækja eld til næsta bæjar og dóttir­in á bæn­um varð vís að því að stela hrossi úr Hörðu­dal til mat­ar. Um Langa­vatns­dal lá leið um Sóp­anda­skarð og Laug­ar­dal til Hörðu­dals, mik­ið far­in fyrr á öld­um, t.d. á Sturl­unga­öld.