Laufás

Laufás, prests­set­ur og kirkju­stað­ur. Kirkjan er frá 1865 byggð af Tryggva­ Gunn­ars­syni (1835–1917), síð­ar banka­stjóra, sem fædd­ist þar og ólst upp. Þar eru ýmsir gamlir gripir, m.a. predikunar­stóll frá 1698 og kaleikur frá 1741. Torfbærinn í Laufási er gott dæmi um húsakynni á auðugu prestssetri á síðari hluta 19. aldar. Hann á sér óslitna byggingasögu allt aftur á miðaldir og hefur verið endurbyggður eftir því sem ástæða hefur þótt til á hverjum tíma. Bærinn, eins og hann lítur nú út, varð að mestu til á tímum sr. Björns Halldórssonar (1823–82) sem var prestur og prófastur í Laufási á árunum 1853–1882. Elsta bæjarhúsið er frá 1840 en hin frá 1866–70 en síðast var búið í bænum 1936. Munirnir sem eru í bænum nú eru flestir frá nágranna­bæjunum en nokkrir eru þó frá Laufási. Minja­safnið á Akureyri sér nú um starf­semina í bænum. Hluti af húsasafni Þjóð­minja­safns Íslands frá­ 1948.