Laugarbakki

Laugarbakki, lítið þorp skammt sunnan við Miðfjarðarárbrú. Íbúar voru 45 1. jan. 2012. Þar er grunnskóli, verslun, tjaldsvæði og félags­heimilið Ás­byrgi, sem var fyrsta húsið sem reist var þar. Allt þorpið er hitað með vatni sem kemur frá hverum fyrir ofan Reyki, svo og öll hús á Hvamms­tanga. Fyrsta hús reist þar 1933. Hét þar áður Langafit, og voru þar hesta­öt háð til forna, sbr. Grettis sögu. Í Grettisbóli á Laugarbakka er rekinn sveitamarkaður á sumrin. Þar er einnig handverkshúsið Langafit og gróðurhúsið Skrúðvangur þar sem ræktað er lífrænt grænmeti.