Leirá

Leirá, kirkjustaður, fornt höfðingjasetur við samnefnda veiði­­á.

Meðal merkismanna er þar bjuggu má nefna Árna Odds­son (1592–1666) lögmann, Odd Sigurðsson (1681–1741) lögmann, Magnús Gíslason (1704–66) amt­mann, feðg­ana Ólaf Stephensen (1731–1812) stiftamtmann og Magnús Stephen­sen (1762–1833) konferensráð og loks Jón Thorodd­sen (1818–68) skáld og sýslumann.

Magnús Stephen­sen hafði prentsmiðju á næsta bæ, Leirárgörðum, frá 1795–1814, var hún þá flutt til Beitistaða. Árið 1819 flutti hann prentsmiðjuna svo til Viðeyjar.

Þegar Alþingi var endurreist þótti nauðsynslegt að greiður aðgangur væri að prentsmiðju og 1844 var prentsmiðjan því flutt til Reykjavíkur.

Á Leirá er jarðhiti og löngum baðlaug fyrrum. Nú er þar grunnskóli, Heiðar­skóli, fyrir syðstu hreppa Borgar­fjarðarsýslu, félags– og íþrótta­heimilið Heiðar­borg og sundlaug.

Hot springs, swimming pool, school and community centre.