Markarfljót

Markarfljót, jök­ul­vatn sem á meg­in­upp­tök sín í Mýr­dals­jökli, að nokkru einnig úr Eyja­fjalla­jökli, en lengsta upp­­taka­kvísl­in er úr Reykja­döl­um vest­an Torfa­jök­uls. Mark­ar­­fljót er stór­fljót eft­ir að nið­ur í byggð er kom­ið og flyt­ur fram möl og grjót vegna straum­hörku sinn­ar. Áin hef­ur flæmst sitt á hvað um sanda og flat­lendi og löng­um vald­ið stór­felld­um spjöll­um á nytja­landi. Fyr­ir miðja 20. öld var ráð­ist í að hlaða mikla varn­ar­garða til að bægja ánni frá Fljóts­hlíð­inni, þar sem land­brot­ið var hvað mest. Mark­ar­­fljót er 100 km á lengd frá upp­tök­um til ósa og vatna­svið þess um 1200 km2. Með­al­rennsli fljóts­ins er 85 m3/sek. Brú á Mark­ar­fljóti var vígð 1934. Hún er 242 m, nú lokuð fyrir bílaumferð. Ný brú vestan Selja­lands­múla var tek­in í notk­un 1992. Þá var gerð brú á fljót­ið á Emstr­um 1978. (Sjá F210). Við Markar­fljót eru flestir fljótsvarnargarðar landsins, sá fyrsti byggður árið 1910. Austan Markar­fljóts hefur verið byggð­ur nýr 500 m garður – fram­leng­ing á Selja­lands­garði. Vestan fljóts er nýr 1100 m garður sem tengist Hring­veginum skammt vestan Markarfljóts­brúar. Nánari upplýsingar um varnargarða í Markarfljóti og áhrif þeirra á búsetu á svæðinu eru í fræðslusíma Landgræðslunnar 800 5566. Áður fyrr töldu menn sig sjá skrímsli í Mark­ar­fljóti. Til er frá­sögn sam­tíma­manns sem taldi sig fyrst hafa séð skyndi­lega stór­ar gusur og boða­föll í ánni en rétt á eft­ir gægð­ust þrír eða fjór­ir svart­ir haus­ar þegj­andi og hljóða­laust upp úr vatns­skorp­unni. Fer­líki þetta var á að giska 12–15 metra langt. Fjöldi manns taldi sig hafa séð skrímsl­ið í ánni. Sam­kvæmt þjóð­sögu er skrímslið þannig til kom­ið að bóndi nokk­ur tók gamla, herta skötu úr hjalli sín­um og henti í Þverá til að verja Fljóts­hlíð­inga ágangi jök­ul­vatna og þá fyrst og fremst Mark­ar­fljóts sem féll oft og tíð­um í Þverá og olli hin­um verstu spjöll­um á Fljóts­hlíð­ar­jörð­um. Skat­an lifn­aði við og varð að skrímsli, enda hef­ur oft „skripl­að á skötu“ þeg­ar menn riðu Mark­ar­fljót eða Þverá.