Moldhaugaháls

Moldhaugnaháls, lágur háls er skilur Kræklingahlíð og Hörgárdal yst. Af honum opnast sýn til Akureyrar. Á hálsinum, við veginn, er skothylki á stöpli í krikanum fyrir neðan Hringveginn og austan Ólafsfjarðarvegar, minnisvarði sem breskir hermenn settu upp 1942 til minningar um veru sína í firðinum.