Morsárdalur

Morsárdalur, dal­verpi fyr­ir inn­an Skafta­fell. Um hann fell­ur Mors­á á breið­um aur­um. Göngubrú er á Morsá, inn af Vatna­görð­um, sem gerir fólki kleift að komast í Mors­ár­dal og skóg­inn án þess að fara yfir heiðina. Nið­ur í dal­botn­inn fell­ur Mors­­ár­jök­ull, snot­ur skrið­jök­ull, allt um­hverfi sér­kenni­legt og víða hrika­legt, fullt af and­stæð­um. Af jöklinum fellur hæsti foss landsins, um 228 m á hæð. Hann hefur ekki enn fengið nafn.