Njarðvík

Njarðvík, nyrsta vík Aust­fjarð­a og upp frá henni fallegur dal­ur víða með skóg­ar­kjarri. Bær sam­nefnd­ur kem­ur víða við forn­sög­ur Aust­firð­inga. Þar er fornt mann­virki, Þorra­garður, hlaðinn torfgarður, tal­inn frá sögu­öld, einnig nokkr­ar dysj­ar. Garðurinn var í upphafi um 1,4 km að lengd en í dag standa eftir um 0,9 km af honum, allt að 1,5 m á hæð. Þiðrandaþúfa er í túni á bæn­um Borg þar sem sagt er að Þiðr­andi Geit­is­son væri veg­inn en Gunn­ars­sker tvö úti á vík­inni kennd við Gunn­ar Þiðranda­bana. Þorra­garð­ur og Þiðrandaþúfa eru friðlýstar fornminjar. Í Njarð­vík var áður kirkja en í henni fermdist m.s. Jóhannes S. Kjarval, listmálari (1885–1972).