Ófeigsfjörður

Ófeigsfjörður, eyðibýli við samnefndan fjörð, stuttan og breiðan. Ein mesta hlunnindajörð Strandasýslu, æðar­varp, selveiði og viðarreki. Þaðan var síðast róið í hákarl á Ströndum 1915 á áttær­ingn­um Ófeigi sem nú er geymd­ur í byggðasafninu á Reykjum. Jón Guðmundsson lærði (1574–1658) var fædd­ur í Ófeigsfirði, skáld, fræði­maður, málari, tann­smið­ur og fleira. Tjaldsvæði.