Öræfi

Öræfi, vest­asta sveit Sveitarfélagsins Hornafjarðar og um leið Aust­ur–Skafta­­fells­sýslu, liggur milli Skeið­ar­ár og Breiða­merk­ur­sands með­fram vest­ur– og suð­ur­hlíð­um Ör­æfa­jök­uls. Fram­und­­an opið haf með hafn­lausri strönd, Vatna­jök­ull að baki, sand­ar með ill­­fær­­um jök­ul­vötn­um til beggja handa. Nátt­úru­feg­urð og fjöl­breytni mikil. Alls eru þar 43 km milli Skafta­fells og Kvískerja. Mýs, rott­ur og kett­ir þekkt­­ust ekki í Ör­æf­um fyrr en eft­ir 1962.