Örlygsstaðir

Örlygsstaðir, stórbýli á Skagaströnd, einn af svonefndum Brekkubæjum. Þar bjó á 16. öld Guðmundur Andrésson. Hann var einn þeirra er stóð að vígi Kristjáns skrifara til hefnda fyrir Jón Arason. Á fyrri hluta 20. aldar bjó þar Björn Guðmundsson (1875–1938) hreppstjóri sem stóð framar­lega í félags– og framfaramálum sveitar sinnar.