Öxarnúpur

Öxarnúpur, 146 m, þver­hnípt­ur hamra­núp­ur með skrið­um neðst, er ysti endi á fjall­lend­inu Núp­um, hæst 341m. Í Öx­arnúpi er Grett­is­bæli skammt fyr­ir ofan veg­inn, grjót­byrgi sem reft var yfir með stuðla­bergs­súl­um. Talið er að Grettir Ásmundarson hafi hafst við þar um tíma. Skilti við veginn greinir frá bælinu.