Raufarhöfn

Raufarhöfn, kauptún á aust­an­verðri Mel­rakka­sléttu. Í­bú­ar voru 185 þann 1. janúar 2012. Rauf­ar­höfn varð lög­gilt­ur versl­un­ar­stað­ur árið 1836, en var fram til þess tíma að­eins venju­leg bú­­jörð, nefnd Reið­ar­höfn í mann­tal­inu 1703. Rauf­­ar­höfn varð sér­stakt sveit­ar­fé­lag árið 1945, þeg­ar þorp­­­inu var skipt út úr Prest­hóla­hreppi. Rauf sú sem nafn stað­ar­ins er dreg­ið af, er grunnt sund ­milli Hólm­ans, sem er sæ­bratt­ur og al­gró­inn hið efra, og Höfð­ans, sem er syðst á breið­um ­tanga í sjó fram, sunn­an svo­nefnds Klifs. Það er all­hátt og hinn á­kjós­an­leg­asti út­sýn­is­stað­ur yfir höfn­ina og þorp­ið. Á Höfð­an­um er viti. Skemmitleg göngu­leið liggur frá tjaldsvæðinu eftir ströndinni og upp á Höfða. Mikl­ar hafn­ar­bæt­ur voru gerð­ar á síld­ar­ár­un­um um og eft­ir miðja 20. öld og bryggj­ur smíð­að­ar svo hægt var að taka á móti síld í mikl­um mæli, enda var Rauf­ar­höfn um skeið einn helsti síld­ar­sölt­un­ar– og síld­ar­vinnslu­stað­ur lands­ins og var ein stærsta út­flutn­ings­höfn landsins. Kirkj­an á Rauf­ar­höfn var byggð árið 1927 eft­ir teikn­ingu Guð­jóns Sam­ú­els­son­ar. Hún var að miklu leyti end­ur­byggð árið 1979. Predik­un­ar­stóll­inn er úr gömlu­ kirkj­unni á Ás­mund­ar­stöð­um, gef­inn þang­að árið 1851 af dönsk­um kaup­mönn­um á Rauf­ar­höfn. Alt­ar­istafl­an er ­einnig úr Ás­mund­ar­staða­­kirkju og er hún mál­uð um 1890 af Svein­unga Svein­unga­syni (1840–1915).