Reykjavík

Reykja­vík, höf­uð­borg Ís­lands, byggð­ist upp­haf­lega í túni ­fyrsta land­náms­manns­ins, Ing­ólfs Arn­ar­son­ar. Um ­miðja 18. öld var á­kveð­ið af op­in­berri ­hálfu að gera víð­tæk­ar ráð­staf­an­ir til við­reisn­ar í land­inu. Þar átti drýgst­an hlut að máli ­Skúli Magn­ús­son land­fó­geti og réð hann ­mestu um það að Inn­rétt­ing­un­um svo­nefndu var val­inn stað­ur í Reykja­vík. Voru þar ­reist verk­smiðju­hús þar sem ­halda ­skyldi uppi fjöl­breytt­um ull­ar­iðn­aði. Hús­un­um var flest­um val­inn stað­ur við hina ­fornu sjáv­ar­götu Reyk­vík­inga sem lá frá bæj­ar­hús­un­um og nið­ur í upp­sát­ur ­þeirra í Gróf­inni. ­Þetta er Að­al­stræti, ­fyrsta skipu­lega gat­an sem gerð var í þétt­býli á Ís­landi. Verk­smiðju­þorp­ið ­hlaut kaup­stað­ar­rétt­indi 18. á­gúst 1786 og var þá ­talið að í­bú­ar á kaup­stað­ar­lóð­inni væru 167. Reykja­vík varð sér­stakt lög­sagn­ar­um­dæmi með sér­stök­um bæj­ar­fó­geta árið 1803 en bæj­ar­stjórn var fyrst kos­in 1836. Í ald­ar­byrj­un voru í­bú­arn­ir um 300 en um 1880 rúm­lega 2500. Nú eru í Reykja­vík rúm­lega 118.800 í­bú­ar. Sein­ast á 18. öld var tek­ið að ­vinna mark­visst að því að ­flytja til Reykja­vík­ur ­helstu ­valda– og menn­ing­ar­stofn­an­ir lands­ins sem þá voru á víð og ­dreif um land­ið. ­Segja má að enda­hnút­ur­inn á þenn­an stofn­ana­flutn­ing væri loks rek­inn þeg­ar á­kveð­ið var að hið end­ur­reista Al­þingi ­skyldi koma sam­an í Reykja­vík (1845) og ­Lærði skól­inn ­skyldi flutt­ur þang­að frá Bessa­stöð­um (1846). Reykja­vík varð fljót­lega um­svifa­mesti versl­un­ar­stað­ur lands­ins, svo til eini versl­un­ar­stað­ur­inn sem veru­lega kvað að, allt frá Snæ­fells­­nesi og með ­allri strönd­inni til Eyr­ar­bakka. ­Þessu for­ustu­hlut­verki í versl­un og við­skipt­um hef­ur Reykja­vík hald­ið alla tíð síð­an. Það var með þil­skipa­út­gerð­­inni, sem tal­in er hefj­ast 1866, að Reykja­vík verð­ur sá út­gerð­ar­bær sem hún hef­ur ver­ið æ síð­an. Þil­skipa­út­gerð­in var arð­sam­ur at­vinnu­veg­ur eft­ir því sem þá gerð­ist og með ­henni var lagð­ur grund­völl­ur að ­þeirri upp­bygg­ingu Reykja­­­vík­ur sem eink­um tók að gæta um 1890. Verk­smiðju­iðn­að­ur var hér ­næsta lít­ill uns kom fram á 20. öld. Þá tók hann að efl­ast mjög. ­Helstu at­vinnu­veg­ir; þjón­usta, versl­un, flutn­ing­ar og stjórn­sýsla. Árið 1908 var fyrst kos­inn borg­ar­stjóri í Reykja­vík. Fljót­lega eft­ir að þorp­ið í Reykja­vík komst á legg tók það for­ustu í menn­ing­ar­mál­um. Mynd­verk og ým­iss kon­ar minn­is­merki á al­manna­færi ­skipta mörg­um tug­um. ­Vegna fjöl­menn­is síns og marg­hátt­aðra á­hrifa á ótal svið­um er saga Reykja­vík­ur svo rík­ur þátt­ur í sögu lands­ins að saga henn­ar er á ýms­an hátt lands­saga. Mönn­um gleym­ist æði oft að Reykja­vík er í raun ­helsti sögu­stað­ur lands­ins. ­Stærsti al­menn­ings­garð­ur í Reykja­vík er Laug­ar­dals­garð­ur­inn en þar er m.a. Fjöl­skyldu– og hús­dýra­garð­ur­inn, Grasa­garð­ur­inn og marg­þætt í­þrótta­að­staða. Þá má ­einnig ­nefna Aust­ur­völl, Al­þing­is­hús­garð­inn, svo og Hljóm­skála­garð­inn og Mikla­tún. Vin­sæl úti­vist­ar­svæði eru í Öskju­hlíð og Heið­mörk. Borg­in er að­ili að fólkvöng­um í Blá­fjöll­um og á Reykja­nesi. Af merk­um bygg­ing­um í Reykja­vík má ­nefna Al­þing­is­hús­ið sem ­reist var 1880–81, Dóm­kirkj­una sem ­reist var í lok 18. ald­ar, Stjórn­ar­ráðs­hús­ið við Lækj­ar­torg sem ­reist var um 1770 sem fanga­hús, Mennta­skól­ann við Lækj­ar­götu sem reist­ur var um 1845, Þjóðmenningarhús­ið við Hverf­is­götu, Þjóð­leik­hús­ið, Þjóð­minja­safn­ið, Há­skóla Ís­lands, Lista­safn Ís­lands, Hall­gríms­kirkju, ­Perluna, Ráð­hús­ið, Þjóð­ar­bók­hlöðu og ­fjölda ann­arra bygg­inga og mann­virkja sem of langt mál er upp að ­telja. Reykja­vík er mið­stöð sam­gangna lands­ins og þar er að ­finna fjöl­þætta þjón­ustu á öll­um svið­um ferða­mála.