Saurbær

Saurbær, kirkju­stað­ur, prests­set­ur til 1932. Í Saur­bæ var munka­klaust­ur í skamm­an tíma um aldamótin 1200. Saurbæjarkirkja er stærst þeirra fáu torf­kirkna sem varðveist hafa á landinu. Hún var reist árið 1858 af timbur­meistaranum Ólafi Briem (1808–59), sem lærði trésmíði í Kaup­manna­höfn á árunum 1825–1831. Í dyraumbúnaði Saurbæjarkirkju gætir áhrifa úr klassískum byggingarstíl sem Ólafur timburmeistari hefur kynnst í Danmörku. Ólafur var mikilvirkur forsmiður í Eyjafirði um sína daga og er hann einnig höfundur Hólakirkju í Eyjafirði og Gilsstofu sem nú stendur við Glaumbæ í Skagafirði. Hluti af húsasafni Þjóðminjasafns Íslands frá 1962 en skömmu áður fóru fram miklar viðgerðir að forsögn þjóð­minja­varðar. Kirkjan er notuð sem sóknarkirkja. Í Sólgarði, í næsta nágrenni Saurbæjar, er Smámunasafn Sverris Hermanns­sonar (1928–2008) smiðs á Akureyri.