Selfoss

Selfoss, hluti Sveitarfélagsins Árborgar, stærsti þéttbýlisstaður á Suðurlandi. Þéttbýli myndast ekki að ráði fyrr en upp úr 1930. Árið 1890 var byggð hengibrú yfir Ölfusá fyrir forgöngu Tryggva Gunnarssonar. Var hún mesta mannvirki sem Íslendingar höfðu ráðist í. Ný brú var byggð árið 1945 eftir að gamla hengibrúin brast árið 1944. Árið 1890 reisti Tryggvi Gunnarsson skála fyrir brúarsmiðina sem síðar var við hann kenndur, Tryggvaskáli. Árið 1901 varð skálinn veitingastaður og gistiheimili. Í skálanum var sett upp símstöð árið 1909 og Landsbanki Íslands opnaði fyrsta banka úti búið fyrir austan fjall árið 1918.

Öflugt íþrótta og tómstundalíf m.a. 9 holu golfvöllur er við Selfoss og stutt í góðar gönguleiðir og kyrrð í náttúrunni í kringum bæinn. Strætisvagnaferðir eru innan þéttbýlisstaða í Sveitarfélaginu Árborg og til Reykjavíkur.

Selfoss er landnámsjörð Þóris Hersis Ásasonar og var ein af mestu laxveiðijörðum landsins. Einnig er getið um vetur setu Ingólfs Arnarsonar 873 -74 að Fjallstúni “undir Ingólfsfelli fyrir vestan Ölfusá”, áður en hann settist að í Reykjavík.