Snæhvammur

Snæhvammur, ysti bær í Breið­­dal að norð­an. Leið­in þang­að frá Hval­nesi í Stöðv­ar­firði nær óslitn­ar skrið­ur, Kambaskriður nyrst, Hval­nesskrið­ur á milli og Færi­valla­skrið­ur nærst. Snæ­hvamms­tind­ur 861 m. Hjá Snæ­hvammi hef­ur fund­ist kuml með mjög forn­um grip­um, tald­ir a.m.k. Þús­und ára gaml­ir ef ekki eldri. Þeir eru nú geymd­ir í þjóð­minja­safni. Á seinni hluta 18. ald­ar var ís­­björn drep­inn við bæj­ar­dyrn­ar í Snæ­hvammi eft­ir að hafa elt mann sem var að koma gang­andi frá Stöðv­ar­firði. Árið 1940 sprakk tund­ur­­dufl í fjör­unni und­an bæn­um og olli tjóni. Bær­inn var flutt­ur fyr­ir mörg­um árum vegna snjó­flóða­hættu en sand­fok herj­ar á hann nú.