Stafnsrétt

Stafn, einn af fremstu bæjum í Svartárdal, 21 km frá Húnaveri, 280 m y.s. Litlu innar er Stafnsrétt, ein af fjárflestu skilaréttum á landinu. Er þar jafnan mikið um að vera á réttardögum svo að sögur fara af. Frá Stafns­rétt liggur jeppaslóð yfir í Kiðaskarð til Skagafjarðar.